1.11.2008 | 10:49
Hallærislegra en aldrei fyrr!!
Þá er komið að þriðju og hallærislegustu mótmælum einfaldra íslendinga i kreppumótmælaseríunni.
Að þessu sinni eru skilaboðin skýr - voru það greinilega ekki í síðustu 2 skipti - en nú skal ríkisstjórnin víkja og boða skal til kosninga strax. Einfeldningarnir halda að með þessu hverfi heimskreppan á braut og uppsagnir verði dregnar til baka um leið og ný ríkisstjórn er tekin til starfa.
Ég hvet alla þá sem vilja gera sig að fífli að mæta niður á Hlemm kl. 14.00 í dag.
Lengi lifi einfeldningar!!
Efna til mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hlustar enginn á svona vitleysinga eins og ykkur.
Þarna er fólk í hundraðatali sem hefur tapað öllu sínu eða stórum hluta. Íslenska þjóðinn er aðhlátursefni út um allann heim fyrir að hafa ekki krafist þess að þessi lélegasta ríkistjórn á norðurhveli jarðar skuli ekki segja af sér.
Ég þekki fólk sem hefur kosið t.d Sjálfstæðisflokinn og hefur tapað sínum húsum núna. Það fólk kýs ekki sama flokk og mætir á þennann fund.
Verið þið bara heima. Alvöru Íslendingar ætla að mótmæla ástandinu.
Jólasveinar (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 11:48
Auðvitað er þetta rétt hjá Bó.
Það eru bara einfaldir sakleysingjar sem segja hingað og ekki lengra og öskra NEI þegar þeim hefur verið nauðgað í rassgatið.
Þeir sem hafa vit í kollinum þeir sitja hinsvegar heima og klappa fyrir nauðgurunum.
Einfeldingur (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:32
Sammála Jólasveinum, og góður Einfeldningur! ;)
Það sem er fyrst og fremst hallærislegt eru vinnubrögð ríkisstjórnarinnar, og afneitun á skipbroti hagstjórnarstefnu síðastliðinna ára undir stjórn Sjálfstæðismanna bæði ráðherra sem og seðlabankastjóra. Ég kaus t.d. Sjálfstæðisflokkinn en geri það líklega ekki aftur, og við erum fleiri sama sinnis. Samfylking og ekki síður Framsóknarflokkur eru auðvitað ekkert heldur stikkfrí eftir aðkomu sína að ríkisstjórn, því skal líka haldið til haga. En ef það er svona hallærislegt að þó skuli vera til fólk sem heldur lýðræðisvitundinni lifandi, ætti þá kannski bara að banna svoleiðis og veita Sjálfstæðisflokknum alræðisvald? Það má vel vera að einhverjum finnist þetta einfeldningslegt, en það hlýtur að vera í lagi því þetta er einmitt afskaplega einfalt. Við stöndum á tímamótum þar sem við þurfum svolítið að gera upp við okkur sem þjóð hverskonar samfélag við viljum byggja til framtíðar, og ef það er eitthvað hallærislegt verðum við einfaldlega bara að hafa hugrekki til að takast á við það. Það er ekkert síður einfeldningslegt að vera í afneitun og horfast ekki í augu við stöðuna eins og hún er hverju sinni.
Lifið heil.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.11.2008 kl. 13:43
Það er svo mikið af illa upplýstu fólki.. amk. c.a. 500 manns.
En hvað sem mönnum finnst um skiptsjórann.. þá er ótímabært að hengja hann, þegar það er ennþá leki í bátnum.. slíkt er bara heimskulegt.
Viðar Freyr Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.