Fjölskyldur verða gjaldþrota

Þetta er skelfilegt fyrir alla landsmenn en þetta bitnar ekki síst á okkur námsmönnum erlendis. Í dag kosta 100 dkk 1900 íslenskar krónur, spáið í því. Námslánin eru horfin og ekkert annað í i en að gera hlé á náminu og fara út á vinnumarkaðinn.

Það er örugglega erfitt fyrir stjórnvöld að breyta þessari þróun upp á eigin spýtur, en eitt ergir mig þó og það er að það heyrist aldrei neitt í forsætisráðherranum um þessa þróun, nema að hann sé króaður af út í horni af einhverjum fréttamanni. Svo gerir hann alltaf lítið úr þessu og segir að þetta sé nú ekki svo slæmt og að þetta gangi allt saman til baka.

Eitt er samt víst og það er að námsmenn í útlöndum hafa aldrei áður verið í svona slæmri stöðu. Krónan fellur dag frá degi og útlánin til þeirra hækka og hækka með hverri önn sem líður.

Það verður einhver að gera eitthvað í málinuGasp

 


mbl.is Krónan aldrei veikari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Og ekki er það betra fyrir öryrkja sem búa erlendis, ekki erum við með hærri laun en þið, þó síður sé

Kristín Gunnarsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:29

2 identicon

Ég get bara ekki vorkennt fólki á íslandi yfir því hvernig málin eru komin. Það er búið að vera ofurbjartsýnt, græðgislánasukk á þjóðinni um árabil í stað þess að leggja fyrir og eiga fyrir þegar skóinn kreppir að. Hljómar kannski barnalega en þannig virkar bara kerfið þegar á reynir.

Að kalla á að einhverjir og þá gjarnan pólitíkusar verði að gera eitthvað í málinu finnst mér dáldið dapurlegt því íslenska þjóðin virðist ætlast til þess að allir aðrir en hún sjálf verði að gera eitthvað til að redda málunum.

Ömurlegast finnst mér þó að við sem borguðum upp lánin okkar meðan aðrir sukkuðu og kölluðu okkur hálfvita eigum svo að taka þátt í að borga ruglið með hækkandi verði á vörum og þjónustu vegna ástandsins.

Nei takk segi ég bara.

Magnús (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 15:52

3 identicon

Aldrei að segja aldrei. Ég veit ekki með dönsku krónuna en dollarinn hefur oft verið miklu dýrari. Ætli séu ekki svona 7 ár síðan hann var í 130 krónum.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband