Íslandsferð

Þá erum við bara mætt aftur hingað til DK eftir vel heppnaða Íslandsferð.

 Bóinn var nú ekki neitt sérstaklega spenntur fyrir Íslandsferðinni svona fyrirfram en það rættist sko heldur betur úr henni. Bóinn var svartsýnn á veðurfarið á Íslandi - að það yrði rok og rigning allan tímann og á meðan væri sól og hiti í DK. Og svo var hann eitthvað hræddur um að erfingjarnir yrðu erfiðir og hálf ruglaðir á öllu þessu róti. En annað átti eftir að koma á daginn.

 Sjálft ferðalagið til Íslands gekk vonum framar og erfingjarnir voru eins og blóm í haga alla leiðina, svo ljúf og góð,og þá erum við að tala um 5 tíma lestarferð, 1 tími á Kastrup, 3 tímar í flugi og 1 tími í bíl að lokum, allt á sama deginum. Svo stóðu þau sig ótrúlega vel, miðað við allt rótið og ruglinginn,  meðan á dvölinni á Íslandi stóð.

Veðurdæmið er eiginlega bara ótrúlega fyndið. Það var einmitt búið að vera mjög gott og hlýtt vor hjá okkur hér í DK, en 2 dögum fyrir Íslandsferðina dró fyrir sólu. Það var þó áfram hlýtt, um 20 stig, og það rigndi ekki mikið. Svo þegar til Íslands var komið þá bara tók á móti okkur þetta frábæra veður ( á Íslenskan mælikvarða), sól og 16-18 stiga hiti. Það má segja að þetta veður hafi staðið næstum allan þann tíma sem við vorum á Íslandinu - ótrúlegt. Á sama tíma bárust okkur þær fréttir frá DK að allt væri þar að rigna í kaf og beljur og annar búfénaður hefðu fokið á haf út, svo mikil voru lætin. Bóinn hefði því átta að eyða minni tíma og orku í að bölsótast yfir væntanlegri Íslandsferð, þar sem rökin hans fyrir kyrrsetustefnunni í DK, rigndu og fuku á haf út þegar öllu var á botninn hvolft. Semsagt vel heppnuð Íslandsferð að baki og ískaldur bjórinn, nei ég meina raunveruleikinn, tekinn við.

Svo nú styttist í skólann og Bóinn er farinn að fá nettar hjartsláttartruflanir ásamt því að þeim skiptum sem hann teflir við páfann fer fjölgandi dag frá degi. Fyrsti skóladagur er s.s. miðvikudagur, 15. ágúst og hefst hann með kynningu um morguninn og svo hefst kennsla samkvæmt stunaskrá eftir hádegið. Skólaárinu lýkur svo um mánaðamótin Júní/Júlí árið 2008. Magnað hvað maður er alltaf að koma sér í ný og ný vandræði.

Sjáum hvað setur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú átt eftir að standa þig vel, ég er alveg fullviss um það

Begga löpp (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:39

2 identicon

Já það er allt svo gott á Íslandi,  Frábært hvað veðrið lék við ykkur og ljúft að sjá ykkur,, nú er maður bara farinn að leggjast yfir skipulag næsta sumars og þá til DK, þú spjarar þig í skúlenn mi der.

Englavinakærleikskveðja

G-strengs gellan (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband