Nammidagur í dag!!!

Í dag er laugardagur, jafnt besti og versti dagur vikunnar að mínu mati.

 Í dag ætla ég að borða mikið nammi, kex og fl. gott og í kvöld ætla ég svo að borða yfir mig af snakkréttinum fræga. Hljómar allt mjög vel ekki satt? "Besti dagur vikunnar" virðist eiga vel við hér.

 En svona 15 mín eftir að síðustu agnirnar af snakkréttinum hafa verið sleiktar upp úr mótinu og þeim troðið ofan í minn netta maga, þá kemur fram vanlíðan mikil. Nú tekur við c.a. klukkutími af blóti og stunum og samviskubit gerir vart við sig. "Versti dagur vikunnar" á svo sannarlega við hér.

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nohh bara komin á netið með hugrenningar þínar, þú átt svo sannarlega fullt erindi þangað. Ég skil þið fullkomlega með besta og versta daginn þó að það sé langt síðan ég upplifði þetta, svei mér þá ekki síðan um páskahelgina alræmdu ;o

Berglind (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband