Ræflar, segi það og skrifa

Ætli þetta sé ekki í síðasta sinn sem kommúnistaritstjórn mbl.is leyfi mér að koma með athugasemd á fréttir þeirra og því við hæfi að enda hér.

Þetta er nú meiri aumi lýðurinn sem þarna er saman kominn til að reyna að komast í sjónvarpið - eða í einhverjum öðrum álíka hallærislegum tilgangi.

Hverjum er það til framdráttar að framkvæma skemmdarverk á eigum Hótel Borgar og stöðvar 2? og Hvaða tilgangi þjónar það þjóðinni að forsætisráðherrann (réttkjörinn, eftir lýðræðislegar kosningar nota bene) komist ekki í einhvern viðtalsþátt? Hvað er að ykkur auma fólk?

Af hverju í ósköpunum takið þið - ofdekruðu, óöldu kynslóðir - ykkur ekki saman í andlitinu og hættið þessum fíflagangi? Takið heldur einhvern þátt í að koma landinu ykkur upp úr lægðinni sem það nú er statt í, með einhverjum eðlilegum hætti.  Farið að vinna, hættið að eyða peningum  í áfengi og dóp, borgið skuldir ykkar og hættið að taka lán ofan í lán til að geta toppað vinina í húsnæði og mublum. Takið ábyrgð á ykkar eigin fjárfestingum og þar með ykkar eigin skuldastöðu. Ríkisstjórn Íslands ber ekki ábyrgð á ykkar eigin skuldastöðu. Það voru þið sem skrifuðuð undir lánin.

Smíðið ykkur stakk eftir vexti og takið ábyrgð á ykkar eigin gjörðum, aumu vælandi kynslóðir

Gleðilegt nýtt ár til allra hinna

Yfir og út


mbl.is Kryddsíld lokið vegna skemmdarverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr,heyr.

Hvílikur óþjóðalýður.  Lögreglan átti að handtaka og lyfjaprófa þetta hyski.  Hvílikt hyski, rusl landsins.  Á erfiðum tímum þarf sterka karaktera til þess að vinna og koma skútunni á flot.  Svona þurfalinga þurfum við ekki og best væri að henda þeim á socialinn í Svíþjóð. 

Baldur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 15:30

2 identicon

Í hvaða veruleika búið þið? Það er út af fólki eins og ykkur sem þetta land er að fara til andskotans. Ekki nóg með að þið sitjið og horfið á meðan við erum tekin í rassgatið aftur og aftur, heldur hjálpið þið til við það!

Eldur (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband