Ekki gengið nógu langt

Þetta er að sjálfsögðu löngu tímabært en samkvæmt þessum texta virðist þetta vera ansi auðvelt próf að ná.

Danir hafa haft staðið dönskupróf sem skilyrði fyrir ríkisborgararétti í einhver ár og þar eru margar spurningar um sögu Danmerkur, stjórnarhætti landsins, nöfn núverandi og fyrrverandi ráðamanna og fl. Nú er í umræðunni hjá þeim að herða kröfurnar enn frekar, t.d. hækka kröfuna um fjölda réttra svara og stytta próftímann o.s.frv.

Þetta er kannski ágætis byrjun hjá Íslendingum en mér finnst að gnaga hefði mátt lengra.

 

 


mbl.is Íslenskupróf skilyrði fyrir ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Já, og svo yrði sama próf lagt fyrir innfædda, og þeir sem ekki stæðust það myndu missa réttinn. Mér líst rosalega vel á þetta hjá þér.

Nonni, 18.12.2008 kl. 11:03

2 identicon

Já. Nonni.  Eftir að hafa lesið á nokkrum bloggsíðum þá eru ansi margir sem myndu kolfalla á móðurmálsprófinu.

Hvað þá í Íslandssögunni sem ég held að sé varla kennd að neinu marki í skólum lengur. 

101 (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband